Vísindasiðanefnd boðar til opins málþings um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19.
Markmiðið er að leiða saman fulltrúa rannsóknasamfélagsins, heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila til að ræða þá möguleika og þær áskoranir sem felast í rannsóknum meðan á faraldri stendur. Til dæmis hafa vaknað spurningar um hvort núverandi regluumhverfi henti fyrir slíkar aðstæður og hvernig hagsmunum þátttakenda er best borgið.